Auglýsing um skipulagsmál í Vesturbyggð

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu, staðfesting á deiliskipulagi á hafnarsvæði á Patreksfirði og nýjar deiliskipulagstillögur: Sumarhúsabyggð í Dufansdal, Kirkjuhvammur á Rauðasandi. Urðunarstaður í Vatneyrarhlíðum, Hlaðseyri og nágrenni, Aðalstræti 100 og nágrenni, frístundabyggðar í Vesturbotni og Látrabjarg.

 

Deiliskipulag hafnarsvæðis á Patreksfirði

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar á fundi þann 16. maí 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi af hafnarsvæðinu á Patreksfirði. Deiliskipulagið afmarkast af neðri húsum við Urðagötu og Mýrum að norðan, Aðalstrætis að austan og sjó að vestan og sunnan. Tillagan var til sýnis á bæjarskrifstofunni að Aðalstræti 63 og á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is frá og með þriðjudeginum 12. júní til og með 31. júlí 2012. Athugasemdir bárust og hafa umsagnir bæjastjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á tillögunni til samræmis við athugsemdir. Aðkoma er sýnd frá Þórsgötu að Aðalstræti 7. og gerð grein fyrir henni í greinargerð. Teknir voru út byggingarreitir fyrir bílskúra við Aðalstræti vegna garðveggs við Aðalstræti 5-9 sem eru settir undir hverfisvernd. Byggingarreitur Odda hf. var stækkaður. Byggingarreitur við Vatnskrók 1. og 2. er felldur út. Gerð var grein fyrir hverfisvernd á hafnarsvæðinu í samræmi við húsakönnun sem lauk á árinu 2012. Stækkun lóðar og byggingarreits á iðnaðarlóð við Oddagötu og við núverandi Vöru-afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkti deiliskipulagið á fundi sínum þann 21. nóvember sl. og hefur skipulagið verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 52.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Bæjarstjórn samþykkt á fundi sínum þann 10. desember síðastliðinn að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu, aðalskipulagsbreytingu og ný deiliskipulög. Vesturbyggð óskar hér með eftir athugasemdum við lýsinguna og skipulagstillögurnar sem eru:

 

Lýsing á skipulagsverkefni
Skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst lýsing á skipulagsverkefni fyrir deiliskipulag Látrabjargs. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði nær yfir land þriggja jarða, Hvallátra, Breiðavíkur og Keflavíkur. Stærð svæðisins er í allt um 9.000 km2.

 

Skipulagslýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75, Patreksfirði og á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is á meðan unnið er að skipulaginu. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 63. eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt Skipulagsmál í Vesturbyggð fyrir 13. janúar 2013.

 

Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

 

Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018
Skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 og 7 gr. laga nr.105/2006 er auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal , Aðalstrætis 100 og nágrenni.

Skipulagstillögunni fylgir umhverfisskýrsla.

 

Skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

 

Sumarhúsabyggð í Dufansdal Efra land II. Uppdráttur með greinargerð.

 

Kirkjuhvammur á Rauðasandi. Uppdráttur og greinargerð.

 

Urðunarstaður í Vatneyrarhlíðum. Skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 og 7. gr. laga nr. 105/2006
Uppdráttur með greinargerð og umhverfisskýrslu.

 

Hlaðseyri og nágrenni. Fóðurstöð fyrir Laxeldi. Uppdráttur með greinargerð.

 

Aðalstræti 100 og nágrenni. Hótel og ofanflóðavarnir. Uppdráttur með greinargerð.

 

Einnig samþykkt bæjarstjórn Vesturbyggðar þann 19. september 2012. að auglýsa:deiliskipulag vegna frístundabyggðar í Vesturbotni í Patreksfirði skv. 41 gr. laga nr. 123/2010.

 

Skipulagsuppdrættir, umhverfisskýrslur og greinargerðir liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75, Patreksfirði og/eða hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 1. janúar 2013 til 26. febrúar 2013. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. febrúar 2013. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 63 eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt  Skipulagsmál í Vesturbyggð. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

 

Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is