Auglýsing um veitingu framkvæmdaleyfis

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 29. maí sl. umsókn Vesturbyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir ofanflóðavörnum eins og þeim er lýst í framkvæmdaleyfisumsókn, greinagerð og umhverfisskýrslu með deiliskipulagi.

Bæjarráð hefur tekið rökstudda afstöðu til veitingu leyfisins. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og deiliskipulag ofanflóðavanana . Framkvæmdaleyfið er bundið ákveðnum skilmálum, sem byggja á bókun bæjarráðs.

Deiliskipulagið er aðgengilegt á vef skipulagsstofnunar skipulag.is og vef vesturbyggðar vesturbyggd.is og bókannir bæjarráðs eru aðgengileg á vef vesturbyggðar Vesturbyggd.is.

Framkvæmdaleyfi bæjarráðs Vesturbyggðar er kæranlegt til úrskurðanefndar umhverfis og auðlindamála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá því að leyfið er auglýst.

 

Ásthildur Sturludóttir
Bæjarstjóri Vesturbyggðar

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is