Auglýsing vegna deiliskipulags fyrir hótel og nágrenni á Patreksfriði

Tillaga að deiliskipulagi deiliskipulagi hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti 16. október 2013.að auglýsa tillögu að deiliskipulagi deiliskipulagi hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Deiliskipulagssvæðið er ofan við Strandgötu á Patreksfirði en einnig er íbúðarhúsið Hliðskjálf, félagsheimili og tjaldsvæði er einnig innan deiliskipulagsmarka. Tillagan mun gera ráð fyrir litlum leiðigörðum ásamt landmótun á svæðinu. Forhönnun liggur fyrir en gróflega er áætlað að heildarrúmmál varna verður um 6.300 m3. Gert er ráð fyrir að efni fáist við uppgröft og landmótun á svæðinu.

Tillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu tæknideildar, Aðalstræti 75 frá 29. október 2013 til 3. desember og á heimasíðu Vesturbyggðar, Hér má skoða tillöguna og umhverfisskýrsluna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 3 desember annaðhvort á sveitarfélagið Vesturbyggð, Aðalstræti 63, 450 Patreksfjörður. eða á netfangið: vesturbyggd@vesturbyggd.is

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Óskar Örn Gunnarsson

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is