Auglýst eftir aðilum til grenjaleita og grenjavinnslu

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð auglýsir eftir aðilum til grenjaleita og grenjavinnslu í Vesturbyggð.

Á sameiginlegum fundi bæjarráðs Vesturbyggðar og landbúnaðarnefndar sveitarfélagsins 4. maí sl. var samþykkt að hafna öllum framkomum umsóknum um grenjaleit og grenjavinnslu skv. áðursendri auglýsingu þar um. Ákveðið var að verkefnin verði skipulögð með öðrum hætti m.a. með umjónarmanni sem skipuleggur grenjavinnsluna og breytta skiptingu svæða.
Í ljósi þessa, er hér með auglýst aftur eftir aðilum til grenjaleita og grenjavinnslu í Vesturbyggð. Jafnframt er auglýst eftir umsjónarmanni skv. framanrituðu.

Óskað er eftir umsóknum til leitar- og grenjavinnslu á eftirfarandi svæðum:

1. Rauðasandshreppur verði skipt í tvö svæði skv. eftirfarandi:
a) Vestan landamerkja Hnjóts og Geitagils í Hafnarvaðli og yfir að merkjum Naustabrekku og Keflavíkur.
b) Næsta svæði austan framangreinds svæðis verði að Skorarbrún, þ.e. hreppamörkum Rauðasandshrepps og Barðastrandarhrepps hina fornu, að undanskildum hluta sem falli undir Patrekshrepp sbr. 2. gr.
2. Patrekshreppur hinn forni auk hluta Rauðasandshrepps frá Skápadalsá upp Skápadalsgljúfur að Hvarfshóli, meðfram hreppamörkum Barðastrandarhrepps til norðausturs að mörkum Tálknafjarðahrepps.
3. Barðastrandarhreppur með mögulegri skiptingu.
4. Suðurfjarðahreppur.
5. Ketildalahreppur.

Umsækjendur verða að geta hafið störf frá og með 1. júní nk.  Frekari upplýsingar veitir undirritaður.

Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. og sendist bæjarstjóra.


Patreksfirði 9. maí 2010.
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is