Auglýst eftir forstöðumanni Bröttuhlíðar

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar á Patreksfirði.

Íþróttamiðstöðin samanstendur af íþróttasal, þrektækjasal, sundlaugaraðstöðu með heitum pottum og saunabaði auk þjónusturýmis.

Leitað er að einstaklingi með haldgóða þekkingu og reynslu sem nýst getur í starfi sem þessu. Reynsla af kennslu, íþrótta-, tómstunda- og/eða æskulýðsstarfi með börnum og unglingum er æskileg sem og reynsla af stjórnun og rekstri auk góðrar tölvukunnáttu. Góð sundkunnátta þarf að vera til staðar auk tilskilinnar þekkingar á skyndihjálp fyrir starfsfólk sundstaða.

Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur til að bera góða samskiptahæfileika og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf ekki síðar en 2. janúar 2010, eða eftir nánara samkomulagi. Um laun fer eftir gildandi kjarasamningum.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um. Nánari upplýsingar veitir félagsmála- og frístundafulltrúi í síma 450-2300.

 

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila skulu sendar á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði, póststimplaðar eigi síðar en mánudaginn 16. nóvember 2009.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is