Auglýst eftir skrifstofustjóra

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Laus er til umsóknar staða skrifstofustjóra hjá sveitarfélaginu Vesturbyggð.

Starfssvið skrifstofustjóra
  • Skrifstofustjóri ber ábyrgð á daglegri fjármálastjórnun, fjárstýringu og greiðsluflæði sveitarfélagsins.
  • Skrifstofustjóri ber ábyrgð á bókhaldi sveitarfélagsins svo og útgáfu og gerð fjárhagsáætlunar í samráði við bæjarstjóra og bæjarráð hverju sinni skv. lögum þar um bæði ársáætlun og útgáfu þriggja ára áætlunar.
  • Skrifstofustjóri hefur mannaforræði yfir starfsmönnum skrifstofu og næsti yfirmaður er bæjarstjóri.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist starfinu.
  • Reynsla í rekstri sveitarfélaga og /eða fyrirtækja.
  • Góð bókhaldskunnátta.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar veita Úlfar B. Thoroddsen, forseti bæjarstjórnar í símum 450-2000 eða 456-1285 og bæjarstjóri í síma 450-2300. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

 

Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2010 og skulu umsóknir sendar til bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is