Auglýst er eftir styrkumsóknum til Menningarráðs

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum vegna fyrri úthlutunar Menningarráðs Vestfjarða árið 2010.

Samkvæmt ákvörðun stjórnar Menningarráðs Vestfjarða verður litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur við fyrri úthlutun ársins 2010:

a. Eflingu samstarfs á sviði menningarmála á svæðinu
b. Nýsköpun í verkefnum tengdum menningu
c. Fjölgun atvinnutækifæra í tengslum við menningarstarf á svæðinu
d. Eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu og ferðatengdrar menningarstarfsemi

 

Umsóknarfrestur er til sunnudagsins 28. mars 2010.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is