Aukaferð með Baldri á laugardag

Vegna útfarar Ragnars Guðmundssonar frá Brjánslæk sem verður laugardaginn 10. Janúar,  kl 14:00 frá Brjánslækjarkirkju, verðu aukaferð á ferjunni Baldri þann dag sem hér segir.:

Frá Stykkishólmi   kl. 10:00

Frá Brjánslæk        kl. 19:00

Komið verður við í Flatey vegna farþega sem ætla að fara til athafnarinnar. Viðkomandi þar eru vinsamlega beðnir að láta vita af sér með fyrirvara.

Kvatt er til þess að þeir sem koma til Stykkishólms og ætla með ferjunni vegna þessa, skilji bíla sína eftir þar.  Rútur verða til taks  á Brjánslæk til að aka farþegum til kirkju og aftur til skips sem og fyrir þá sem ekki fá sæti í kirkjunni við athöfnina.

Kv.

Starfsfólk Sæferða.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is