Auknar aflaheimildir verða að koma til!

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar, þann 20.10 2010 var eftirfarandi ályktun samþykkt:

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á sjávarútvegsráðherra að auka við aflaheimildir vegna þess efnahagsástands sem ríkir í landinu og eyða þeirri óvissu sem um sjávarútveginn stendur ríkir.

 

Blikur eru á lofti, boðaður er gríðarlegur niðurskurður hjá ríkissjóði og staða margra sveitarfélaga og hafnarsjóða er slæm. Sveitarfélögin þurfa að draga saman í rekstri sínum og staðan verður enn verri ef aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og niðurfelling á endurgreiðslu vegna hækkunar á tryggingagjaldi verða felld niður. Auknar tekjur sveitarfélaga eru því mikilvægar svo hægt verði að standa undir lögbundnum verkefnum.

 

Aukin úthlutun á aflaheimildum er kjörin leið til að auka tekjur þeirra byggðarlaga sem byggja afkomu sína að miklu leyti á veiðum og vinnslu sjávarafla. Sú ráðstöfun myndi hafa gríðarlega jákvæð efnahagsleg áhrif um allt land. Mjög er farið að bera á skorti á aflaheimildum til leigu og er sú mikla óvissa sem ríkir í sjávarútveginum afar erfið fyrir samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum enda sjávarútvegur hryggjarstykkið í atvinnulífinu á stöðunum. Þessari óvissu verður að eyða.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is