Austfirðingar lýsa yfir stuðningi

45. aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu Vestfirðinga í kröfum þeirra fyrir bættum samgöngum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Austfirðingar hafa í áratugi barist fyrir bættum samgöngum og skilja vel þær kröfur íbúa Vesturbyggðar, Reykhólasveitar og Tálknafjarðar að það séu almenn mannréttindi að keyra á láglendisvegum þar sem þess gefst kostur.

Það er krafa hvers samfélags og skilyrði fyrir eðlilegri búsetuþróun og lífsgæðum íbúana að samgöngur séu greiðar og öruggar. Því miður búa mörg samfélög á Vestfjörðum og Austfjörðum ennþá við einangrun og háa fjallvegi sem hamla vexti og viðgangi viðkomandi sveitarfélaga. Hlýtur það að vera meginverkefni í samgönguáætlun stjórnvalda að bæta aðstæður viðkomandi sveitarfélaga.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is