Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega fækkun ferða Baldurs

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarráð Vesturbyggðar hefur sent frá sér ályktun um samgöngumál.

Bæjarráðið mótmælir harðlega fyrirhuguðum tillögum um fækkun ferða Breiðafjarðarferjunar Baldurs úr daglegum ferðum í 3-5 ferðir á viku. Þetta virðist áformað, ásamt verulega skertri vetrarþjónustu á Vestfjarðavegi 60.

Bæjarráð Vesturbyggðar krefst þess að hvorki verði dregið úr ferðum Baldurs yfir Breiðafjörð né vetrarþjónustu vegakerfisins á svæðinu. Samgönguvandinn er nú þegar yfirdrifinn og samfélaginu afar dýrkeyptur. Heftir hann hagkvæmni búsetu og samkeppnishæft atvinnulíf.

Allur niðurskurður í viðhaldi og þjónustu á bágbornasta samgöngukerfi landsins leiðir til eyðingar byggðarinnar á Suðurfjörðum Vestfjarða fyrr en seinna."

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is