Bæjarráð Vesturbyggðar styður frumvarp um uppbyggingu Vestfjarðarvegar

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem og bókun Tálknafjarðarhrepps frá 20. júlí sl. hvað varðar stuðning við frumvarp til laga um uppbyggingu Vestfjarðavegar nr. 60.

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið og bendir jafnframt á að suðursvæði Vestfjarða er sá landshluti sem býr við einna vanþróaðasta vegakerfi landsins. Afstaða íbúa Vesturbyggðar um að hin svokallaða leið B, láglendisvegur, verði farin, hefur komið afar skýrt fram, meðal annars á fjölmennum íbúafundi þann 11. maí 2010.

Bæjarráð Vesturbyggðar fer fram á að þeirri óvissu sem ríkt hefur um löngu tímabærar samgöngubætur verði eytt og að höggvið verði á þann hnút sem svo rækilega hefur bundið suðursvæði Vestfjarða í fjötra fortíðar. Uppbygging samgöngubóta fyrir samfélag og atvinnulíf á svæðinu er málefni sem þolir enga bið og er því afar brýnt að breið samstaða verði um þetta frumvarp.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is