Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir ályktun um raforkumál

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir ályktun Fjórðungsþings Vestfirðinga 2010 um raforkumál.


Í ályktun þingsins segir: Jöfnun orkuverðs og dreifingarkostnaðar raforku er eitt af grundvallaratriðum í jöfnun búsetuskilyrða í landinu. Stjórnvöld hafa haft framangreint að markmiði í raforkulögum. Lýst er miklum áhyggjum yfir því að stjórnvöld séu nú að færast frá þessu markmiði m.a. með raunlækkun framlaga á fjárlögum til niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar og slælegri eftirfylgd með jöfnun dreifingarkostnaðar raforku í dreifbýli og þéttbýli. Hvatt er til að hraða boðaðri heildarendurskoðun raforkulaga þar sem skerpt verður á framangreindu markmiði.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is