Bæjarráð ályktar vegna veglagningar í Gufudalssveit

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti eftirfarandi bókun á 706. fundi sínum sem haldinn var 27. júní sl:

"Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veglagningar í Gufudalssveit óskar bæjarráð Vesturbyggðar eftir fundi með Vegamálastjóra vegna Vestfjarðarvegar 60.
Jafnframt skorar bæjarráð Vesturbyggðar á forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnson, að hann leggi fram að nýju frumvarp til laga um uppbyggingu á Vestfjarðavegi nr. 60 sem flutt var upphaflega á 139. löggjafarþingi, 2010-2011.

Samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum þolir ekki frekari tafir á vegaframkvæmdum."

Meðflutningsmenn Einars Kristins voru Ásbjörn Óttarsson frv. alþingismaður og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og þingmaður NV kjördæmis.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is