Bæjarráð mótmælir lokun Landsbankans á Bíldudal

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Á fundi bæjarráðs Vesturbyggðar var eftirfarandi bókun samþykkt:

Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Landsbankans að loka útibúi sínu á Bíldudal. Enn og aftur er vegið að grunnstoðum veikari samfélaga í kringum landið og er það gert í nafni samfélagslegrar ábyrgðar hjá bankanum. Samfélagsleg ábyrgð er að mati Landsbankans að loka afgreiðslustöðum sem „ekki bera sig" og segja upp fólki sem ekki hafa í önnur störf að venda. Til að bíta höfuðið af skömminni eru engar áætlanir hjá bankanum um að setja upp hraðbanka á svæðinu til að þjónusta nú vaxandi samfélag á Bíldudal en íbúum hefur fjölgað töluvert sl. ár. Íbúar þurfa því að aka ríflega 30 km leið, um tvo hættulega fjallvegi til að taka út peninga og borga reikninga.

Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að verja þjónustu við íbúana, í nafni alvöru samfélgslegrar ábyrgðar sem ríkisbankinn Landsbankinn telur sig ekki þurfa að stunda.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is