Bæjarstjórn ályktar um snjómokstur

Á 280. Fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar sem haldinn var í gær var eftirfarandi bókun samþykkt:

 “Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir áhyggjum vegna þess ástands sem upp er komið í snjómokstursmálum á sunnanverðum Vestfjörðum. Sýnilegt er að tækjakostur Vegagerðarinnar annar engan veginn því álagi og snjómagni sem nú er. Einbreið leið er milli Bíldudals og Patreksfjarðar sem og frá Patreksfirði yfir á Barðaströnd. Þá er ekki hægt að treysta á að búið sé að ryðja leiðina milli þéttbýlisstaðanna snemma að morgni sem er óboðlegt þar sem sunnanverðir Vestfirðir eru eitt atvinnusvæði.

 Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Vegagerðina að gera úrbætur á tækjakosti sínum og fyrirkomulagi snjómoksturs á sunnanverðum Vestfjörðum, til hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki.”

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is