Baldur á leið í slipp

Breiðafjarðarferjan Baldur
Breiðafjarðarferjan Baldur
Vegna viðhalds verður Breiðafjarðarferjan Baldur í slipp frá og með deginum í dag til 8. maí. Frá og með 9. maí verður siglt samkvæmt áætlun og eftir 15. maí verður siglt alla daga, þar með talið laugardagana 22. og 28. maí.

Í tilkynningu frá Sæferðum segir að á meðan slipptakan er verða ferðir í Flatey á öðru skipi Sæferða ehf. á þriðjudag og föstudag. Lagt verður af stað frá Stykkishólmi kl. 15 og frá Flatey kl. 16.30. Í þessum ferðum er einungis siglt með farþega og handfarangur.

Þetta kemur fram á bb.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is