Baldur siglir á sunnudaginn

Baldur
Baldur
Breyting hefur orðið á fyrirhugaðri siglingu Baldurs á laugardaginn því við sjósetningu Herjólfs kom í ljós að veltiuggi skipsins sem var í viðgerð lekur, þannig að taka varð skipið upp aftur. Það mun taka stuttan tíma að lagfæra þetta en verður samt til þess að áætlað plan færist til um einn dag. Það er því gert ráð fyrir að Baldur hefji siglingar á sunnudaginn 27. september samkvæmt áætlun.

Að vísu þarf að hafa þann fyrirvara að veðurspá fyrir helgina, sunnan og vestan lands, er mjög slæm þannig að hugsanlega getur það haft áhrif á þessar tímasetningar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is