Beint frá býli: Vaxandi vinsældir og ný heimasíða

Beint frá býli
Beint frá býli
Átakið Beint frá býli, þar sem bændur selja afurðir sínar beint og milliliðalaust til neytenda, á sívaxandi fylgi að fagna.

Neytendur fagna því að geta keypt vörur beint af framleiðanda, þar sem neytandinn getur kynnt sér hráefnið og meðferð þess. Framleiðandinn fær beint samband við neytandann og losnar auk þess við milliliðakostnað. Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila, hefur nú opnað nýja heimasíðu www.beintfrabyli.is. Þar geta viðskiptavinir nálgast íslenskar landbúnaðarafurðir á auðveldan og skilvirkan hátt. Á vefsíðunni er hægt að leita eftir landshlutum, eftir vörum eða eftir ákveðnum bæ.

 

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Tilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum. Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð. Formaður félagsins er Hlédís Sveinsdóttir.

 

Af Skutull.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is