Best eftirlit leikvalla í Vesturbyggð

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Töluvert vantar upp á að þeir aðilar sem ábyrgð bera á leiksvæðum barna og unglinga, sinni eftirliti með þeim svæðum eins og kveðið er á um.

Að því er fram kemur á vef Umhverfisstofnunar hefur svokölluð aðalskoðun ekki farið fram á 80% allra leikvalla í leik- eða grunnskólum landsins. Segja reglugerðir að eftirlit skuli haft með öllum leiksvæðum landsins. Eftirlitið þurfi að vera reglulegt og jafnvel framkvæmt daglega. Þá á einnig að fara fram rekstrarskoðun á þriggja mánaða fresti auk aðalskoðunar þar sem öryggi tækja skal meðal annars metið. „Á landinu eru nú um 277 leikskólar og 176 grunnskólar þar sem aðalskoðun leiksvæða á að fara fram árlega. Samkvæmt upplýsingum frá faggiltum skoðunarstofum fer slík skoðun fram á innan við 20% þessara svæða," segir í fréttatilkynningu Umhverfisstofnunar.

 

Átta leikvellir fengu aðalskoðun á Vestfjörðum á síðasta ári og eru þeir nær allir í Vesturbyggð. Þeir eru við Grunnskólann á Hólmavík, ofan við fjölbýlishús á Bölum á Patreksfirði, Patreksskóla, Araklettur á Patreksfirði, Við Byltu íþróttamiðstöð á Bíldudal, Bíldudalsskóla, Tjarnarbrekku á Bíldudal og Birkimelsskóla. Aðalskoðunin sem er veigamest þeirra atriða sem framfylgja þarf fer aðeins fram á um 20 prósent þeirra leiksvæða sem finnast í leik- eða grunnskólum landsins.

 

Þetta kemur fram á bb.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is