Bílaleiga á Bíldudal

Route 1
Route 1
Bílaleigan Route 1 býður nú þjónustu sína á Bíldudal og Bíldudalsflugvelli.

 

Hægt er að panta bílaleigubíl hjá leigunni og fá hann afhentan á flugvellinum.

 

Bílaleigan Route 1 dregur nafn sitt af hringveginum, þjóðvegi 1 sem liggur hringinn í kringum landið. Leigan býður eingöngu nýja og nýlega bíla og vilja veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu með því að bjóða þeim ódýra en góða bíla, að því að fram kemur á vefsíðu leigunnar.

 

Leigan býður Toyota Yaris beinskiptan eða sambærilegan bíl á 15.000 kr. daginn, innifalið er 150 km akstur á dag en verð umfram 150 km er 50 kr. per km.

 

Jón Þórðarson á Bíldudal tekur við pöntunum og veitir frekari upplýsingar, 894 1684.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is