Bílddælingur á þjóðfund !

Bíldudalur
Bíldudalur
Þjóðin hefur verið boðuð á fund, en hátt í 2000 manns ætla að ræða framtíð lands og þjóðar í Laugardalshöllinni um helgina.

Einn af þeim sem fékk boð var Ívar Örn Hauksson, frá Bíldudal. Hann staðfesti strax þátttöku sína og ætlar að mæta.

 

Hann segist vona að það verði tekið mark á því sem hann segi á fundinum og að ráðamenn sýni fundinum eðlilegan áhuga. Hann segir þetta gott framtak og líklega einsdæmi í heiminum þar sem þverskurður heillar þjóðar kemur saman til að ræða framtíð þjóðar sem stendur á tímamótum.


Þetta kemur fram á ruv.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is