Blóðsykursmæling

Lionsklúbbur Patreksfjarðar og   Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði  bjóða upp á mælingu blóðsykurs laugardaginn 2. desember 2017.

Mælingarnar fara fram á heilsugæslustöðinni á Patreksfirði að Stekkum 1 milli kl. 10:00 og 12:00

Þeir sem hafa áhuga á því að vita um stöðu blóðsykurs síns eru hvattir til að nota tækifærið  og mæta í mælingu.

Besta mælingin fæst með því að fasta (neyta engrar fæðu) frá kvöldinu áður.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is