Boðaður niðurskurður Heilbrigðisstofnunarinnar Patreksfirði er 26 milljónir eða tæp 10%

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar
Fjörðurinn.is birti í dag viðtal við bæjarstjóra Vesturbyggðar, Ásthildi Sturludóttur.

 

Í viðtalinu kemur fram að boðaður niðurskurður hjá Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði er 26 milljónir eða tæp 10% af rekstrarfé stofnunarinnar.

 

Ásthildur segir að þetta sé ekki nándar nærri eins mikill niðurskurður og víða annars staðar en það sé vegna þess að niðurskurður hjá stofnuninni hafi verið geysilega mikill síðasta ár. Ásthildur segist sannfærð um að boðaður niðurskurður verði dreginn að einhverju leyti til baka.

 

Fram kemur í viðtalinu að bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur boðað þingmenn til fundar við íbúa og fulltrúa atvinnulífsins þann 27. október kl. 17 í Félagsheimilinu á Patreksfirði þar sem rædd verða atvinnumálin og hagsmunamál íbúanna við þingmenn kjördæmisins.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is