Mennta- og menningarmálaráðuneytið býður fræðsluaðilum og fyrirtækjum að sækja um styrki til námskeiða í íslensku haustið 2010.
Ráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Markmið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru á Íslandi færi á að öðlast þá færni í íslensku að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar. Stefnt er að því að úthluta um 35 m. kr. til þessa verkefnis haustið 2010.