Bók um franska fiskimenn við Ísland

PÊCHEURS DE FRANCE: VUS PAR LES ISLANDAIS
PÊCHEURS DE FRANCE: VUS PAR LES ISLANDAIS
Ný bók er væntanleg á frönsku um veru franskra fiskimanna við Ísland, það er bókin PÊCHEURS DE FRANCE: VUS PAR LES ISLANDAIS og er eftir Maríu Óskarsdóttur.

Bókin er harðspjaldabók, nærri 160 bls. með 64 sögum, prýdd um 220 myndum, bæði gömlum og nýjum sem tengjast efninu, einnig kortum og teikningum.

Nú þegar er orðið ljóst að bókin mun hjálpa ferðaþjónustu á svæðinu og víðar, sem kynning fyrir frönskumælandi gesti. Ein ferðaskrifstofa fyrir sunnan er þegar byrjuð undirbúning ferða, með sögutengdu ívafi.

María og maður hennar Halldór Árnason ætla með bókina volga beint úr prentun, á bóka og ferðahátíð í Binic á Bretagneskaga, í Frakklandi 23. til 25. mars. Prufueintak af bókinni var kynnt þar síðastliðið haust samhliða sýningu á verkum Maríu, unnum út frá söfnun hennar síðastliðin 12 ár, á samskiptasögum milli franskra sjómanna og Íslendinga á skútuöldinni. Ýmislegt um hátíðina nú í mars er að finna á heimasíðunni www.ville-binic.fr, Les Escales de Binic. Festival du Livre de la Mer et de L'aventure. 23rd to 25th of March, einnig er hægt að lesa meira á escales-de-binic.over-blog.com.

Sýning Maríu sem var í Binic síðastliðið haust er nú orðin að farandsýningu í Frakklandi og byrjar í Fécamp, 22 þúsund manna bæ í norður Frakklandi þann 2. mars og stendur út apríl, sjá: http://eculturel.spip.ac-rouen.fr/IMG/pdf/Programme_du_musee_2012.pdf sjá bls 14 og 15 eða á www.ville-fecamp.fr.

Bókin verður kynnt hér heima, í aprílmánuði næstkomandi. Útgefandi er Látraröst ehf. Patreksfirði.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is