Bókun atvinnumálanefndar um áform um fækkun sýslumannsembætta

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeim áformum sem upp eru um fækkun sýslumannaembætta í landinu.

Nefndin vill koma því á framfæri við stjórnvöld að í samþykktri áætlun forsætisráðuneytisins í svokallaðri Vestfjarðaskýrslu er tillaga ráðuneytisins númer 18 sem gengur út á að fjölga störfum við sýslumannsembættið á Patreksfirði um 4 til 5 stöðugildi og átti þeirri framkvæmd að vera lokið fyrir 1. janúar 2008. Þau störf hafa enn ekki komið til embættisins.

Nefndinni þykir í hæsta máta óeðlilegt ef draga á úr opinberri þjónustu eins og samgöngum er háttað í dag svo ekki sé talað um fyrirhugaða skerðingu á þjónustu ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð og vetrarþjónustu á vegum sem liggja til suðursvæðis Vestfjarða.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is