Bón og þvottastöð á Patreksfirði

Nú hefur í fyrsta skipti verið opnuð bón og þvottastöð á suðursvæði Vestfjarða á Patreksfirði og er stöðin til húsa í gömlu Mjólkurstöðinni eða Rauða kross húsinu við Bjarkargötu.

 

Ekki er einungis um að ræða bón og þvottastöð heldur geta væntanlegir neytendur leigt sér aðstöðu á staðnum fyrir minniháttar viðgerðir á tækjum og tólum eða til að framkvæma smærri viðgerðir á bílum sínum s.s. skipt um olíur og dekk og ryksugað.


Panta þarf tíma í síma 456 1599 eða 659 9630. Verðskrá liggur frammi í Grillskálanum á Patreksfirði (bensínstöðinni).

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is