Borgarafundur til stuðnings uppbyggingar á Vestfjarðavegi

Almennur borgarafundur verður á Patreksfirði laugardaginn 13. mars í Félagsheimili Patreksfjarðar frá kl. 14-16 til stuðnings uppbyggingar á Vestfjarðavegi um Barðastrandarsýslu og með Dýrafjarðargöngum.

Með Vestfjarðavegi verða tengdar saman byggðir á Vestfjörðum og þær tengdar við aðalþjóðvegakerfi landsins með góðum heilsárs vegi.

Að fundinum standa einstaklingar búsettir á Vestfjörðum sem vilja öfluga byggð í fjórðungnum öllum og kalla sig aðgerðahópinn áfram vestur.

Dagskrá:
  1. Umhverfismat fyrir Dýrafjarðargöng, Þorleifur Eiríksson, Náttúrurstofu Vestfjarða.
  2. Störf nefndar sem skoðar möguleika á nýjum vetrarfærum vegi yfir Dynjandisheiði, Gísli Eiríksson, Vegagerð ríkisins.
  3. Stutt ávörp: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Eggert Stefánsson, Páll Líndal Jensson, Smári Haraldsson, Guðrún Eggertsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson, Halldór Halldórsson.
  4. Almennar umræður.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is