Bræðslan á Borgarfirði Eystra vann Eyrarrósina

Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði Eystra vann Eyrarrósina í ár. Dorrit Moussaieff, forsetafrú, afhenti verðlaunin á Bessastöðum nú síðdegis.

 

Bræðslan hefur verið haldin undanfarin fimm ár og notið vaxandi vinsælda. Bræðurnir Magni og Áskell Ásgeirssynir veittu verðlaununum viðtöku, en verðlaunafé eru 1,5 milljónir króna auk verðlaunagrips eftir Steinunni Þórarinsdóttur.

 

Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú.

 

Þrjú verkefni voru tilnefnd í ár:

  • Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra,
  • Eiríksstaðir í Haukadal og
  • Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is