Breyting á aðalskipulagi í Mórudal

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti þann 28. september 2011 að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 í samræmi við 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Breytingin er eftirfarandi:

 

1. Leiðrétt er villa í uppgefnum stærðum fyrir iðnaðarlóðir í greinargerð með aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, kafla 2.3.5 iðnaðarsvæði á bls. 41 liður I2 Krossholt, þar sem segir að þar séu tvær iðnaðarlóðir 1 ha. og 2 ha. Lóðirnar eru 1000m2 og 2000m2 samtals 0,3 ha. og breytist texti til samræmis við það.

 

2. Óeðlilegt er að skilgreina svæðið I2 sem iðnaðarsvæði því sú starfsemi sem það er fellur ekki undir grein 4.7.1 í skipulagsreglugerð sem umfangsmikil iðnaðarstarfsemi. Á annarri lóðinn er lítil saumastofa, á hinni lóðinni er aðstaða Björgunarsveitarinnar Lómfells og lítil verkunaraðstaða fyrir grásleppuhrogn.
Gerð er því breyting á landnotkun I2 Krossholt. Annarsvegar athafnasvæðið A1 stærð 0,2 ha. Þar er aðstaða Hjálparsveitarinnar Lómfells og lítil verkunaraðstaða fyrir grásleppuhrogn. Hinsvegar í verslunar- og þjónustusvæðið V9 stærð 0,1 ha. Þar er Saumastofan Strönd. Ekki er gert ráð fyrir annarri starfsemi á þessum lóðum.

 

Framangreind svæði eru merkt með hringtáknum, A1 og V9 á uppdrætti fyrir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar dags. 7.09.2011. Vegna þess hve svæðin eru lítil er merking þeirra með hringtáknum ónákvæm og sýna ekki rétta stærð og staðsetningu. Annað land en þessir 0.3 ha er landbúnaðarsvæði skv. skilgreiningu aðalskipulagsins.

 

Patreksfirði 30. september 2011.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is