Breyting á deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnir við Búðargil.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum 22. september 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnir við Búðargil skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að skipulagsmörk hliðrast til og svæðið minnkar um 2000 m². Mörkin færast meðfram veginum, ofan við Lönguhlíð 7 - 12. Bílastæði og dvalarsvæði falla niður. Stærð svæðis eftir breytingu er 7,8 ha.

Breytingartillagan verður til sýnis á tæknideild Vesturbyggðar að Aðalstræti 75 frá og með þriðjudeginum 28. október nk. til 10. desmeber 2014. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 10. desember 2014. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti 63

Hér má nálgast skjalið

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is