Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Bíldudalshöfn

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við bíldudalshöfn, vegna Harnarteigs 4, Vesturbyggð.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti þann 28. mars 2012 breytingu á deiliskipulagi við Bíldudalshöfn iðnaðarsvæðis við bíldudalshöfn, vegna Harnarteigs 4.

 

Í deiliskipulagsbreytingunni felst að lóðin Hafnarteigur 4 verður stækkuð til norðurs og byggingareitur er stækkaður vegna nýs þurrkarahúss og húss fyrir forþurrkun hráefnis og mötun hráefnis til beggja þurrkara.

 

Lóðarmörkum Hafnarteigs 1 og Strandgötu 2 verður breytt og gata sem var fyrirhuguð milli lóðanna verður felld niður.

 

Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 12. janúar til 2. mars 2012. Fjórar athugasemdir bárust og hafa umsagnir sveitarstjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu.

 

Sveitarstjórn samþykkti deiliskipulagið. Skipulagsstofnun fór yfir deiliskipulagið og gerði ekki athugasemdir við það.

 

Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar

 

Bæjarstjóri Vesturbyggðar

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is