Breytt afsláttarkjör í Baldur og gjaldskrá

Baldur
Baldur
Fyrirkomulagi afsláttarkjara í Baldur verður breytt með þeim hætti að tekin verða upp afsláttar-einingarkort.

 

Viðskiptavinum Sæferða sem reka Baldur verður boðið upp á raðgreiðslufyrirkomulag á afsláttarkortunum. Kortin eru eingöngu hugsuð fyrir einstaklinga og fjölskyldur, hópar eða ferðaskrifstofur verða að semja um sín viðskipti með öðrum hætti.

 

Notkun eininga verður sem hér segir:

  • Fargjald fullorðnir 2 einingar
  • Börn 12-15 ára 1 eining, frítt fyrir yngri
  • Eldri borgarar 67 ára og eldri 1 eining
  • Fólksbílar undir 5 metrum 2 einingar, aðrir fólks bílar eftir stærð

 

Afsláttur kortanna

  • 20 eininga kort 25% afsláttur, staðgreitt
  • 50 eininga kort 35% afsláttur, greiðsludreifing allt að 3 mánuðum
  • 80 eininga kort 45% afsláttur, greiðsludreifing allt að 5 mánuðum

 

Þeir sem óska greiðsludreifingar ganga frá því með einföldum hætti þegar afsláttarkortið er fengið hjá afgreiðslufólki. Miðað er við að notuð séu greiðslukort fyrir greiðsludreifingu.

 

Einnig má hafa samband við Sæferðir símleiðis, 433 2254, eða í tölvupósti, seatours@seatours.is, og ganga frá greiðslufyrirkomulagi fyrirfram þannig að afsláttarkortið sé tilbúið í viðkomandi afgreiðslu þegar ferðast er. Ný afsláttarkort taka gildi þegar þau berast úr prentsmiðju. Þangað til gilda núverandi reglur um afslætti.

 

Gjaldskrá Baldurs
Ýmsar ráðstafanir í þjóðfélaginu síðustu mánuði hafa leitt til aukins rekstrarkostnaðar. Sæferðir hafa ákveðið að reyna að halda sig við óbreytt fargjald í vetraráætlun en þess í stað að gera breytingar í afsláttarkerfinu.

 

Í tilkynningu frá Sæferðum kemur fram að verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við þá ákvörðun Sæferða að gefa Vestfirðingum og þeim tengdum allt að 50% afslátt af fargjöldum. Vitnað er í lög í því sambandi og vofir yfir fyrirtækinu málsókn, af hendi einstaklinga, ef ekki verða gerðar breytingar á þessu fyrirkomulagi þannig að allir verði jafnir hvaðan sem þeir koma. Því hefur verið ákveðið að taka upp afsláttar-einingarkortin.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is