Bygg og hveiti ræktað á Rauðasandi

1 af 3
Bændur á Lambavatni á Rauðasandi, utarlega við norðanverðan Breiðafjörð, vinna þessa dagana að kornslætti og þreskingu og flutningi í geymslur fyrir veturinn.

 

Um er að ræða bæði sex raða og tveggja raða bygg sem notað verður sem kúafóður. Eyjólfur Tryggvason frá Lambavatni segir að sýru verði að blanda saman við kornið áður en það er sekkjað. Súrverkunin sé viðhöfð þar sem þeir hafi ekki yfir þurrkara að ráða.

 

Þá eru þeir Lambvetningar núna í fyrsta skipti að prófa ræktun á hveiti til matargerðar. Sú uppskera er þokkaleg.

 

Eyjólfur segir að óvenju kalt vor hafi komið í veg fyrir góðan þroska kornsins. Ef vorið hefði verið eins og undanfarin ár hefði kornið væntanlega náð betri þroska að þessu sinni.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is