Byggðakvóti í Vesturbyggð

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarráði Vesturbyggðar hefur borist niðurstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta fyrir Vesturbyggð vegna 2009-2010. Samtals fær Vesturbyggð 195 þorskígildistonn.

 

Skipting er eftirfarandi:

  • Bíldudalur 148 þorskígildistonn,
  • Brjánslækur 31 þorskígildistonn og
  • Patreksfjörður 16 þorskígildistonn.

 

Bæjarstjórn getur óskað eftir sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun til einstakra byggðalaga með rökstuddum tillögum til ráðuneytisins fyrir 18. febrúar næstkomandi.

 

Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að afla skýringa á skiptingu þorskígildistonna milli byggðarlaga og jafnframt er bæjarstjóra falið að útfæra rökstuddar tillögur og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is