Dagskrá sjómannadagsins á Patreksfirði 2012

Sjómannadagurinn Patreksfirði
Sjómannadagurinn Patreksfirði
Dagskrá sjómannadagsins er sem fyrr viðamikill og metnaðarfull.

 

Leikhópurinn Lotta sýnir Stígvélaða köttinn á föstudag í Skjaldborg og Fjölskylduböndin, Rabbi, Anna og fjölskylda, verða með tónleika í félagsheimilinu um kvöldið sem nefnast Bara að hann hangi þurr. Hljómsveitin Glæstar vonir leikur því næst fyrir dansi.

 

Landleguhátíð verður á Friðþjófstorgi á laugardagskvöldið og stórdansleikur um nóttina með Bó Hall, Ingó og Veðurguðunum.

 

Á sunnudeginum verða blóm lögð að minnisvarða látinna sjómanna og í framhaldi af því verður gengið í skrúðgöngu til sjómannamessu í Patreksfjarðarkirkju. Eftir messu verður skemmtidagskrá á hafnarsvæðinu og Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður, flytur hátíðarræðu.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is