Dagskrá sjómannadagsins á Patró

Sjómannadagurinn á Patreksfirði
Sjómannadagurinn á Patreksfirði
Sjómannadagshátíðin á Patró fer fram dagana 3.-6. júní og má finna dagskrána á vefnum.

 

Hátíðahöld sjómannadagsins á Patró hafa undanfarin ár verið þau glæsilegurstu á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað.

 

Ekki er brugðið út af vananum í ár, því fjögurra daga hátíð með fjölbreyttri dagskrá verður í boði. Nefna má sýningu í Kaupfélagshúsinu sem ber yfirskriftina Franskir sjómenn við Íslandsstrendur, fyrirlestur um sjómannalög í Sjóræningjasafni, kóratónleika, landleguhátíð, sjómannamessu, kökuhlaðborð, dansleiki og margt fleira.

 

 


Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is