Dagur nemenda

Grunnskóli Vesturbyggðar
Grunnskóli Vesturbyggðar
Dagur nemenda verður haldinn í fyrsta sinn í Grunnskóla Vesturbyggðar föstudaginn 25. maí.

Hugmyndirn spratt upp þegar kennarar voru að halda upp á alþjóðlegan dag kennara. Að frumkvæði nemenda í 10. bekk í Patreksskóla halda allir nemendur í Patreks-, Bírkimels- og Bíldudalsskóla nú dag nemenda formlega hátíðlegan.

Nemendur hafa undirbúið þennan dag í töluvert langan tíma og vonast til að hann festist í sessi og verði jafnvel á landsvísu. Þeir hafa m.a. fengið hvatningu frá skólanum, kennarasambandinu og menntamálaráðuneytinu.

Öllum nemendum verður skipt í hópa og síðan taka þeir þátt í skemmtilegum leikjum á mismunandi stöðvum s.s. listastöð, ratleik og Tarsanleik . Að lokum hittast allir á Sal þar sem boðið verður upp á kökuhlaðborð með kræsingum sem nemendur hafa bakað og undirbúið í heimilisfræðitímum.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is