Deiliskipulag í Kjálkafirði í Vesturbyggð

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum 7. desember 2011 að auglýsa skv. 41. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010, breytta umhverfisskýrslu dagsetta 1/11 2011 og áður auglýsta tillögu að deiliskipulagi fyrir Vestfjarðaveg nr. 60 í Kjálkafirði.

Er þetta gert vegna formgalla á auglýsingu deiliskipulags.

Deiliskipulagið er unnið samhliða breytingu á aðalskipulagi, vegna vegagerðar við Vestfjarðarveg nr. 60, innan sveitarfélagamarka Vesturbyggðar. Um er að ræða breytingu sem fjallar um nýja veglínu á Vestfjarðarvegi milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Þar sem breytingin nær einnig til Reykhólahrepps er unnið samhliða að aðalskipulagsbreytingunni og deiliskipulagi í báðum sveitarfélögunum. Innan Vesturbyggðar er um að ræða 2,4 km langan kafla rétt norðan við Þverá í Kjálkafirði að sveitarfélagamörkum sem liggja í miðjum Kjálkafirði.

Skipulagið markar stefnu um framkvæmd sem er matsskyld skv. lögum nr. 106/2000. Því er skipulagsbreytingin einnig háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Tillagan, meðfylgjandi greinargerð og breytt umhverfisskýrsla liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði og á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is, frá 15. desember 2011 til 16. janúar 2012. Ennfremur mun tillagan liggja frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skal skila til skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63 450 Patreksfirði, fyrir 1. febrúar 2012 eða í tölvupóstu á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is og skulu þær vera skriflegar.

15. desember 2011.
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð,
Ásthildur Sturludóttir.
 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is