Demantar í Stálfjalli

Tveir göngumenn fundu umtalsverðan fjölda demanta í Stálfjalli í vikunni.

 

Göngumennirnir hafa ekki viljað greina frá því hvar í fjallinu demantarnir fundust en þeir hafa verið í haldi lögreglu og segir Jónas Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að óskað hafi verið eftir aðkomu lögreglunnar þar sem fjallið er almenningur.

 

Sýnishorn voru send suður á Orkustofnun sem fer með málefni auðlinda og að sögn sérfræðinga þar kom fundurinn verulega á óvart en demantarnir eru afar smáir og hefði ekki verið á færi nema kunnáttumanna að finna þá.

 

Göngumennirnir eru ekki íslenskir ríkisborgarar.

 

Af ruv.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is