Díónýsía á Bíldudal

Díónýsía 2010
Díónýsía 2010
Hópur íslenskra og erlendra listamanna dvelur nú á Bíldudal á vegum verkefnisins Díónýsía. Hópurinn sýnir afrakstur dvalarinnar í Gallerí Dynjanda laugardaginn 26. júní kl. 20.

 

Næstkomandi laugardag mun hópur alþjóðlegra listamanna kynna afrakstur tíu daga vinnustofudvalar á Bildudal. Listamennirnir hafa dvalið á Bíldudal í boði Ferðaþjónustunnar EagleFjord og Jóns Þórðarsonar.

 

Hópurinn samanstendur af listamönnum sem koma víða að með fjölbreyttann bakgrunn;

  • Brianna Olson, leikstjóri og myndlistamaður frá New York,
  • Laura Arena, galleristi og ljósmyndari frá New York,
  • Tanja Geis, myndlistamaður, fædd í Hong Kong, menntuð í Bandaríkunum og Íslandi í Haf- og strandsvæðastjórnun,
  • Svava Juliusson, myndlistamaður fædd á Íslandi en hefur búið í Kanada frá 10 ára aldri, Svava býr og starfar í Toronto,
  • Sirra - Sigrún Sigurðardóttir myndlistamaður og galleristi,
  • Helena Hans mynd og gjörningalistamaður og
  • Charlie Williams tónskáld og hljóðlistamaður frá Bath, Englandi.

 

Listamennirnir hafa unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast Bíldudal og íbúum á mismundandi hátt, t.d. Hljóðupptökur, myndbandsverk, gjörninga, viðgerðir og fleira.

 

DÍÓNÝSÍA er óformleg, listamannarekin vinnustofudvöl sem haldin er ár hvert í mismunadi bæjarfélagi á landsbyggðinni.

 

Vinnustofan er opin öllum listgreinum, hönnun, arkitektúr og tónlist. Það sem gerir Díónýsíu vinnustofudvölina sérstaka er að hún er óstaðbundin og að lögð er áhersla á að gestalistamenn séu opnir fyrir því að kynnast heimamönnum, þekkingu þeirra og hæfni, og vinna með þeim.

 

Verkefnastjóri er Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistar- og kvikmyndagerðarkona.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is