Dúó Stemma með tónleikhús í skólum

Dúó Stemma
Dúó Stemma
Foreldrafélag Bíldudalsskóla fékk styrki frá barnamenningarsjóði og tónlistarsjóði fyrir tónleikhús Dúó Stemmu fyrir börn á suðursvæði Vestfjarða.

 

Dagskrá

  • Tónleikhús Dúó Stemmu í Birkimelsskóla mánudaginn 6. desember kl. 12:30
  • Tónleikhús Dúó Stemmu í Patreksskóla fyrir börn frá Arakletti og Patreksskóla mánudaginn 6. desember kl. 14
  • Tónleikhús Dúó Stemmu í Tálknafjarðarkirkju fyrir börn úr Tálknafjarðarskóla og frá Vindheimum þriðjudaginn 7. desember kl. 8:30
  • Tónleikhús Dúó Stemmu í Bíldudalsskóla fyrir börn úr Bíldudalsskóla og frá Tjarnarbrekku þriðjudaginn 7. desember kl. 10.

 

Öll börn eru velkomin en foreldrar eða börnin sjálf þrufa að sjá um að mæta í tónleikhúsið þar sem það fellur utan skólatíma.

 

Dúó Stemma býður upp á tónleikús fyrir börn á öllum aldri. Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari, og Steef van Oosterhout, slagverksleikari, sem bjóða upp á 30 mínútna uppákomu í tali og tónum fyrir leik- og grunnskólabörn. Herdís og Steef eru hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Dúó Stemma hlaut viðurkenningu frá IBBY samtökunum árið 2008 fyrir framlag sitt til barnamenningar á Íslandi.

 

Dagskráin felur í sér hljóðfærakynningu, sögð er saga með ýmiskonar hljóðum og tónum. Spiluð og sungin eru íslensk þjóðlög, farið með vísur og þulur við undirleik heimatilbúinna hljóðfæra.

 

Gagnrýnendur hafa sagt eftir tónleika Dúó Stemmu í Ráðhúsinu og Iðnó, „óhætt er að fullyrða að sagan af Jóni bónda með sínum magnaða hljóðheimi hafi verið einhver skemmtilegasti gjörningur sem framinn hefur verið á fjölskyldutónleikum hér á landi" og „bráðskemmtilegar litlar uppákomur fyrir börn á öllum aldri".

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is