Dýralæknir

Árleg hreinsun og bólusetning verður í Sigurðarbúð (hús Björgunarsveitarinnar) á Patreksfirði milli kl. 16:00 og 17:30 þriðjudaginn 26. september n.k.

Hundaeigendur greiða sjálfir fyrir bólusetninguna en hreinsunin er innifalin í hundaleyfisgjaldi. Kattaeigendur greiða fyrir hreinsun sinna katta.

Ef dýraeigendur þurfa á annari aðstoð dýralæknis að halda þá eru þeir vinsamlega beðnir að hringja í Sigríði dýralækni áður en hún kemur á svæðið. Símatími hjá henni er milli kl 09:00 og 12:00 alla virka daga í síma 861-4568.

Hundaeigendur sem vantar merki á hundana sína eru beðnir að láta vita af því við á skrifstofu Vesturbyggðar í síma 450-2300 eða senda tölvupóst á vesturbyggd@vesturbyggd.is  þar sem er tilgreint nafnið á hundinum og símanúmerin sem eiga að vera á merkinu (mega vera tvö símanúmer).

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is