Efni um Icesave á vef Alþingis

Á vef Alþingis hefur verið safnað saman efni sem tengist setningu laga um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Efnið er tengt lögunum sem samþykkt voru í ágúst 2009 (lög nr. 96/2009) og lögunum sem Alþingi samþykkti í árslok 2009 (lög nr. 1/2010, um breytingu á fyrri lögunum). Finna má alla umfjöllun um málin á Alþingi, svo sem ræður á þingfundum og þingskjöl, sem og erindi og umsagnir sem bárust fastanefndum þingsins við afgreiðslu málanna. Sjá má skýran samanburð á lögunum og þær breytingar sem gerðar voru.

 

Einnig eru samsvarandi gögn tengd umfjöllun um þingsályktun frá 5. desember 2008 um samninga um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

 

Loks eru tenglar í gögn og opinbera vefi sem tengjast umfjöllun um Icesave-málið og þjóðaratkvæðagreiðslu um lög nr. 1/2010.

 Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is