Eineltiskönnun í grunnskólanum

Grunnskóli Vesturbyggðar
Grunnskóli Vesturbyggðar
Eineltiskönnun er liður í Olweusaráætlun gegn einelti og andfélagslegri hegðun, sem Grunnskóli Vesturbyggðar tekur þátt í.

 

Eineltiskönnunin verður lögð fyrir 3.-4. desember og er Persónuvernd upplýst um könnunina.

 

Ef einhver nemandi óskar þess að taka ekki þátt þarf sú ósk að berast skólanum skriflega með undirskrift nemanda og forráðamanns.

 

Allir starfsmenn taka þátt í umræðuhópum sem hafa það að markmiði að endurmennta þá, í því skyni að læra að greina einelti, vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum og læra aðferðir til að stöðva einelti. Þá eru reglulegir bekkjarfundir liður í að að bæta samskipti og líðan í skólastarfinu.

 

Niðurstöður könnunarinnar munu liggja fyrir í janúar og verða kynntar í kjölfarið.

 

Það er ósk skólans og von að nemendur og foreldrar verði virkir í aðgerðaráætlun Olweusar gegn einelti.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is