Eru Vestfirðir fyrir alla?

Arnheiður Jónsdóttir, verkefnastjóri Byggðasamlags Vestfjarða, kynnti niðurstöður könnunar um aðgengismál fatlaðra á Vestfjörðum á súpufundi í dag á Sjóræningjasetrinu.

 

Könnunin var sett fram í skýrslu sem Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra gaf út seint á síðasta ári undir titlinum Eru Vestfirðir fyrir alla?

 

Árið 1993 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 22 meginreglur um jafnrétti fatlaðs fólks á við aðra þegna og á Ísland aðild að þessari samþykkt.

 

Fimmta reglan fjallar um aðgengi og er hún svohljóðandi:

 

„Aðildarlöndin verða að gjöra sér ljóst að aðgengi er algjört undirstöðuatriði þess að fatlað fólk geti öðlast jafnrétti á öllum sviðum samfélasins. Með því er ekki einungis átt við hýbýli og umhverfi, heldur einnig nútímatækni á sviði fjarskipta og annarra þátta er varða upplýsingartækni og önnur samskipti."

 

Árið 2009 hóf Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum að kanna aðgengi fyrir fatlaða á helstu þjónustustöðum í sveitarfélögunum. All flestar þjónustustofnanir á Vestfjörðum voru heimsóttar á tímabilinu desember 2009 til ágúst 2010 og athugað var aðgengi að þessum stöðum í grófum dráttum.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is