Fækkun ferða í vetraráætlun Baldurs og ferðatíðni

Baldur
Baldur
Ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs verður fækkað um eina á viku.

 

Baldur hefur farið daglega milli Brjánslækjar og Stykkishólms yfir vetrartímann en Vegagerðin hefur ákveðið að hætta verktakagreiðslu fyrir eina ferð í viku og hefur verið ákveðið að fella niður laugardagsferðina.

 

Samt sem áður eru nokkrir laugardagar í vetraráætlun á árinu sem örugglega verða sigldir, samvæmt upplýsingum frá Sæferðum, en þeir eru.:

 

  • Laugardagurinn 2. janúar
  • Laugardagurinn 3. apríl
  • Laugardagurinn 22. maí
  • Laugardagurinn 29. maí
  • Laugardagurinn 4. september
  • Laugardagurinn 11. september
  • Laugardagurinn 18. desember

 

Sæferðir benda á að í samningagerð við Vegagerðina var rætt um að mögulega yrðu settar aukaferðir á laugardögum í sérstökum tilfellum s.s. vegna almennra samkomna, jarðarfara eða sérstakra hópferðalaga.

 

Í slíkum tilfellum færi best að umsókn kæmi til Sæferða frá forráðamanni viðkomandi sveitarfélags þar sem tilteknar væru ástæður. Sæferðir kæmi síðan beiðninni á framfæri við Vegagerðina. Best er að fyrirvari sé sem mestur. Pétur Ágústson hjá Sæferðum veitir frekari upplýsingar í síma 864 8865 eða frá netfanginu petur@seatours.is.

 

Þegar siglt er á laugardögum er farið kl. 9 frá Stykkishólmi og kl. 12 frá Brjánslæk.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is