Fatasöfnun

Fatapoki Rauða krossins
Fatapoki Rauða krossins
Rauða kross-deildirnar á Vestfjörðum dreifa á næstu dögum sérmerktum fatapokum inn á hvert heimili.

„Með því að gefa fatnað leggur fólk Rauða krossinum lið og styrkir neyðaraðstoð, bæði hér á landi og erlendis. Í notuðum fatnaði leynast mikil verðmæti sem nýtist Rauða krossinum hvort heldur sem er við úthlutun til bágstaddra, sölu í Rauðakrossbúðunum, eða til sölu erlendis. Það sem ekki nýtist beint sem fatnaður er selt í endurvinnslu", segir í tilkynningu.

 

Átakið markar einnig upphafið að samstarfi Rauða krossins og Eimskipafélags Íslands, sem hafa undirritað samning um ókeypis flutning á fötum milli landshluta og flutning á fatagámum Rauða krossins til flokkunarfyrirtækja í Evrópu. Um er að ræða mikilvægan styrk til fatasöfnunarverkefnis Rauða krossins.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is