Ferðamálafélag V-Barð boðar til aðalfundar

þann 13.apríl 2013, kl. 11:00

í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal.

Félagsmenn eru beðnir um að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið asadora72@gmail.com

 

Fundargestum er boðið upp á súpu áður en almenn aðalfundarstörf hefjast!

Dagskrá:

1.     Skýrsla stjórnar.

2.     Reikningar liðins árs, ársreikningur félagsins.

3.     Lagabreytingar

4.     Stjórnarkjör.

5.     Formannskjör.

6.     Önnur mál

 

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skuldlausir félagar eða fulltrúar þeirra.

Hverju árgjaldi fylgir eitt atkvæði og skal árgjald greitt í síðasta lagi á aðalfundi. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt heldur málfrelsi og tillögurétt.

 

Þar sem breytingar á lögum félagsins eru lagðar fyrir aðalfund að þessu sinni, er bent á að samkvæmt 9.gr. laga félagsins „öðlast lagabreytingar því aðeins gildi að helmingur félagsmanna sé mættur og 2/3 hluti þeirra greiði þeim atkvæði“.

 

Greiðsluseðlar fyrir árgjaldi verða sendir út eftir helgina og birtast í heimabanka.

 

Kröfur vegna félagsgjalda verða sendar út samkvæmt nýjustu félagaskrá, athugasemdir varðandi þær berist til formanns á netfangið: asadora72@gmail.com eða í síma: 662-8446.

 

 

Félagsmenn eru hvattir til þátttöku og til þess að skrá sig sem fyrst!!

Allir velkomnir!

 

Stjórn Ferðamálafélags V-Barð

29. mars 2013

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is